fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Farþegar Titan kafbátsins upplifðu óbærilega skelfingu á meðan þau biðu þess að deyja samkvæmt 7 milljarða lögsókn

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda ævintýramannsins Paul-Henri Nargeolet, sem lést þegar kafbáturinn Titan fórst á síðasta ári, hafa stefnt eigendum kafbátsins, OceanGate, fyrir dóm. Þau telja að slysið megi rekja til grófrar vanrækslu sem hafi kostað fimm manns lífið. Fjölskyldan vill rúma 7 milljarða í skaðabætur og segir í stefnu að farþegar um borð hafi upplifað ótrúlega skelfingu og örvilnun fyrir harmleikinn, enda hafi þau vitað í hað stefndi.

Nargeolet var þekktur sem Herra Titanic, enda spilað brak þessa fræga farþegaskips stórt hlutverk í lífi hans. Hann kafaði 37 sinnum að brakinu í gegnum tíðina, en enginn hefur farið þessa ferð oftar, þó að leikstjórinn James Cameron sem leikstýrði kvikmyndinni um Titanic komist þar nærri en Cameron kafaði 33 sinnum að brakinu. Nargeolet og Cameron deildu áhuganum á brakinu og voru miklir vinir og reyndist Nargeolet leikstjóranum vel við gerð kvikmyndarinnar enda þótti Herra Titanic vera helsti sérfræðingur í heimi hvað þetta fræga skip varðar.

Skiptastjórar dánarbús Nargeolet segja í yfirlýsingu að feigðarboði hafi legið yfir Titan kafbátnum og þetta hafi eigendur mátt og átt að vita. Engu að síður hafi OceanGate haldið bágu ástandi kafbátsins leyndu.

Samkvæmt stefnunni reyndi kafbáturinn að losa sig við þyngsli um 90 mínútum eftir að köfun hófst. Þetta bendi til þess að teymið um borð hafi  hött við köfunina og reynt að komast aftur upp á yfirborðið með því að létta á kafbátnum. Sérfræðingar séu sammála um að farþegar hafi vitað nákvæmlega í hvað stefndi.

„Almenn skynsemi segir okkur að farþegar vissu vel að þau væru að fara að deyja, áður en þeir svo létu lífið.“

Stefnan lýsir því að líklega hafi farþegar heyrt þegar kafbáturinn byrjaði að gefa sig undan þrýstingi hafsins. Það hafi heyrst bresti, fyrst litla og svo hafi hávaðinn stigmagnast og orðið ærandi. Samskiptatæki kafbátsins voru biluð svo áhöfnin gat ekki náð sambandi við umheiminn og líklega hafi rafmagnið alfarið dottið út. Áhöfnin hafi því setið í niðamyrkri á meðan kafbáturinn hélt áfram að sökkva dýpra. Þessu hafi fylgt ólýsanleg skelfing og angist.

OceanGate er sakað um að hafa vitað um hönnunargalla á kafbátnum og þá hafi öryggisbúnaður bátsins verið þeim galla háður að þurfa rafmagn til að virka. Fyrirtækið hafi þó ekki varað kóng né prest við þessari hættu heldur viljandi leynd þeim.

Forstjóri OceanGate og stofnandi, Stockton Rush, fórst í slysinu, en hann stjórnaði kafbátnum. Dánarbúi hans hefur eins verið stefnt í málinu.

OceanGate hefur neitað að tjá sig um stefnuna sem var lögð fram á þriðjudaginn í Washington. Fyrirtækið hefur nokkrar vikur til að senda greinargerð í málinu. Fyrirtækið er í stefnunni sakað um viðvarandi kæruleysi og vanrækslu.

AP fréttastofan greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?