fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Pressan

89 ára fannst heill á húfi eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 04:05

Bing Oldbum. Mynd:Custer County Sheriff-Idaho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst lagði hinn 89 ára Bing Olbum af stað í gönguferð í Salmon-Challis skóginum í Idaho í Bandaríkjunum. Hann ætlaði sér að vera á göngu í fimm daga. Þegar ekkert hafði heyrst frá honum þann 6. ágúst var farið að leita að honum.

CNN segir að hann hafi fundist að morgni 11. ágúst. Hann hafði það ágætt þegar hann fannst, glímdi þó við smávegis vökvaskort og var aumur í skrokknum eftir langa göngu, og sagðist telja að hann gæti þraukað í þrjá daga til viðbótar.

Svæðið er ekki auðvelt yfirferðar og segir CNN það vera sagt vera eitt erfiðasta göngusvæðið í Idaho og því hafi það komið mjög á óvart að Olbum hafi lifað af í 10 daga.

Olbum hafði aðeins lágmarksbúnað með í ferðinni, tjald, teppi og dýnu en ekki áttavita eða kort.

En það sem bjargaði honum var að hann var með þurrkað kjöt, salthnetur og joðtöflur meðferðis en þær notaði hann til að hreinsa vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Launahæsta kona í heimi
Banaslys í Árborg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl