fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Sáu óvenjulega ljósan stein á Mars – Gæti veitt mikilvægar vísbendingar

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 12:00

Hann sker sig vel úr umhverfinu. Mynd:NASA/JPL-Caltech/ASU/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perseverance, Marsbíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, tók nýlega mynd af undarlega ljósum steini á Mars. Aldrei fyrr hefur steinn af þessu tagi sést á plánetunni.

Stjórnendur rannsóknarleiðangurs Perseverance segja að þessi undarlegi steinn geti veitt vísbendingar um fortíð Mars.

Steinninn hefur fengið heitið „Atoko Point“ eftir steini, sem er svipaður á litinn og er í Miklagljúfri. Atoko Point sker sig svo sannarlega úr á Mars því allt í kringum hann eru mun dekkri steinar. Í tilkynningu frá NASA segir að steinninn hafi fundist nærri Washburn fjalli.

Myndin af honum var tekin í lok maí. Talið er að hann sé 45 cm á breidd og 35 cm á hæð.

Vísindamenn telja ekki útilokað að steinninn hafi borist á núverandi stað með fornri á eða þá að hann hafi myndast neðanjarðar úr kviku og hafi að lokum komið upp á yfirborðið vegna veðrunar þess.

Perseverance hefur verið við störf á Mars síðan í febrúar 2021 og hefur verið við rannsóknir á Jezero gígnum síðan en þar er talið að hafi eitt sinn verið stöðuvatn. Aðalverkefni Perseverance er að finna ummerki um líf til forna. Hefur hann nú þegar tekið 24 jarðvegssýni sem verða send til jarðarinnar í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum