fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Fór í gegnum nýrnaígræðslu án þess að vera svæfður

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 18:00

John fékk að sjá nýrað áður en það var grætt í hann. Mynd:Northwestern Medicine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir læknar græddu nýlega nýra í John Nicholas án þess að svæfa hann. Er þetta í fyrsta sinn sem nýrnaígræðsla fer fram án þess að sjúklingurinn sé svæfður.

Aðgerðin var gerð á Northwestern Medicine í Chicago og fékk Nicholas að fara heim daginn eftir ígræðsluna. Hann var auðvitað staðdeyfður fyrir aðgerðina. Læknar segja að með því að staðdeyfa í stað þess að svæfa sjúklingana, þá sé hægt að stytta innlagnartíma sjúklinganna og gera ferlið aðgengilegra fyrir fleiri sjúklinga.

Fólk, sem fer í nýrnaígræðslu, liggur yfirleitt inni á sjúkrahúsi í nokkra daga, allt að viku, en Nicholas var útskrifaður tæpum sólarhring eftir aðgerðina.

Eins og áður sagði var hann staðdeyfður en hann fékk einnig róandi lyf til að hann gæti slappað af án þess þó að missa meðvitund.

Aðgerðin tók tæpar tvær klukkustundir og Nicholas fann ekki til sársauka. Hann fékk meira að segja að sjá nýja nýrað sitt áður en það var grætt í hann. Það var besti vinur hans, Pat Wise, sem gaf honum nýrað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum