fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Milljarðamæringur byggir hús fyrir heimilislausa – 99 komin og fleiri á leiðinni

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kanadíski milljarðamæringurinn Marcel LeBrun sé góð fyrirmynd fyrir aðra einstaklinga sem eru eignamiklir. Marcel, sem er frá Nýju-Brúnsvík á austurströnd Kanada, hefur komið upp 99 smáhýsum fyrir heimilislausa einstaklinga á svæðinu og fleiri eru á leiðinni.

Marcel stofnaði fyrirtæki sem heitir Radian6 sem óx og dafnaði á sínum tíma. Árið 2011 seldi hann fyrirtækið til Salesforce.com í San Francisco fyrir 35 milljarða króna. Samkomulagið fól í sér að hann héldi áfram að vinna fyrir fyrirtækið í nokkur ár en árið 2015 lét hann gott heita og hætti störfum.

Síðan þá hefur hann helgað líf sitt byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa einstaklinga í borginni Fredericton. Þó að Marcel sé vellauðugur nýtur hann þess að klæða sig í vinnugallann á morgnana og taka þátt í smíði húsanna. Segist Marcel vilja gefa af sér til samfélagsins sem hann ólst upp í og gaf honum sjálfum tækifæri til að vaxa og dafna á sínum tíma.

Nú þegar er búið að byggja 99 smáhýsi og eru þau útbúin eldhúsi, einu svefnherbergi og baðherbergi. Greiða íbúar mjög hóflegt gjald fyrir leigu á húsunum og er starfsemin óhagnaðardrifin.

Marcel er ekki hættur því hann er með áætlanir um að stækka samfélagið og bæta til dæmis við kaffihúsi og fyrirtækjum þar sem fólk getur fundið atvinnutækifæri.

Þessi gjörningur Marcel hefur vakið athygli og eru honum margir þakklátir. „Marcel hefur verið algjör himnasending,“ segir Marla Bruce sem býr í einu smáhýsanna í Fredericton. „Fyrir ári síðan var ég heimilislaus en nú á ég heimili og er ekki lengur á götunni. Hér er ró og friður og þetta er gott samfélag,“ segir Marla við kanadíska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum