fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 15:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Asphia Natasha birti í síðustu viku myndband á TikTok þar sem sjá má hóp fólks gera tilraun til að fremja tryggingasvik með því að bakka á bíl hennar og láta eins og um aftanákeyrslu væri að ræða. Hópurinn reiknaði hins vegar ekki með því að Natasha væri með myndavél í mælaborðinu sem tók upp allt sem fór fram fyrir framan bílinn.

Í skjátexta með myndbandinu segir að það sé tekið 16. október síðastliðinn þegar Natasha var að aka í austurátt eftir vegi í útjaðri Queens í New York. Í textanum lýsir hún atburðarásinni.

Vegurinn er þrjár akreinar. Á myndbandinu má sjá grári Honda-bifreið ekið yfir á akreinina þar sem Natasha var að keyra, í veg fyrir hennar bifreið. Ökumaður Honda-bifreiðarinnar sést síðan bremsa snögglega en Natasha nær að bremsa tímanlega og forðast árekstur. Skiptir þá engum togum að ökumaðurinn keyrir örstutt áfram en bakkar síðan á bifreið Natasha. Við ákeyrsluna losnaði um tjald sem búið var að setja fyrir afturrúðu Honda-bifreiðarinnar. Á myndbandinu má síðan sjá ökumanninn færa sig yfir í farþegasætið líkt og ætlunin hafi verið að fela hver ók bifreiðinni.

Annar

Út sjást síðan stíga 4 einstaklingar, tveir karlmenn og tvær konur. Annar karlmaðurinn og konurnar sjást bera sig illa og látast vera meidd. Þau standa á milli bifreiðanna og taka myndir af númeri bifreiðar Natasha. Í sama mund sést annari bifreið ekið þarna að og lagt fyrir framan Honda-bifreiðina. Hinn karlmaðurinn, sem Natasha segir að hafi verið ökumaðurinn, sést stíga upp í þá bifreið sem er síðan ekið á brott. Natasha segist hafa séð þeirri bifreið ekið á eftir henni áður en atburðarásin hófst.

Natasha segir að þau þrjú sem eftir stóðu hafi ekki verið eins áköf í að taka myndir af bifreið hennar þegar þau sáu að hún var með myndavél í mælaborðinu. Á myndbandinu sést að ákafi þeirra við myndatökuna virðist ekki mikill en þau taka þó myndir af númeri bifreiðar hennar. Það sést þó ágætlega á svip karlmannsins að hann hafi séð myndavélina í mælaborðinu á bifreið Natasha.

Svik

Nastasha segir að fólkið hafi beðið um þau myndu skiptast á tryggingaupplýsingum og eftir það hafi hópurinn haft sig á brott. Hún segist ekki hafa áttað sig á að hún hefði verið skotmark í tilraun til tryggingasvika fyrr en hún skoðaði myndbandið. Þá fyrst hafi hún séð ökumanninn stíga upp í hina bifreiðina og fara á brott.

Natasha segir að hún hafi tilkynnt málið til lögreglu um leið og fólkið fór en þá með þeim orðum að um slys væri að ræða. Í svörum við athugasemd áhorfanda segir Natasha að þegar hún hafi áttað sig á að tilraun til tryggingasvika hafi verið að ræða hafi hún tilkynnt málið aftur til lögreglu og þá sem tryggingasvik. Hún hafi fengið þau svör að bíða yrði eftir rannsókn tryggingafélaga.

Myndbandið, sem hefur fengið 60 milljónir áhorfa, er hægt að sjá hér fyrir neðan.

@ashpianatasha4 Insurance fraud attempt in Queens, NY 10-16-2024 PART 1 I was driving in the left lane of the Belt Parkway going East bound towards the Southern State Parkway. The silver Honda (LBB 8917) was in the middle lane, and they cut me off and slammed on the brakes coming to a full stop hoping I would hit them. I did not hit their car and because of that they reversed into my car for collision and acted as if they were injured while coming out of their vehicle. I believe the intention was to say I hit their car for insurance fraud purposes. They had a tarp covering the rear windshield which fell off once they hit my car. You can see the driver is a male wearing a hat and you can see him switching to the passenger seat as well as the movement of the car before anyone gets out. The first three passengers exit the car pretending to be hurt, while the fourth passenger who was driving slips out through the passenger seat and gets into a second vehicle. That second vehicle was a red KIA SUV (KJH 3340) which was following me from behind and keeping distance so they wouldn’t slam into me. The red KIA drove around and picked up the driver to get away. The remaining three people’s demeanor changed once one of them noticed the dashcam. They only came out of the car with their phones ready to record the damage to both cars. They were quick to ask for my insurance and quickly left after the exchange. I called the police at the time of the incident and reported it as an accident, and the police told me they no longer go to an accident if no one is injured and they are willing to exchange information. I did not realize at the time that the driver switched and left in another car or that it was a set-up as I was driving by myself, and everything happened so fast. #queensny #car #caraccident #exposed #newyork #brooklynny @nbcnews @abcnews @nypd @geico @allstate @pix11ny ♬ original sound – Ashpia Natasha

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi