Það eru ekki margir sem hafa lent í því sama og hinn efnilegi Vinicius tobias sem er á mála hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Um er að ræða fyrrum leikmann Real Madrid en hann spilaði með varaliði félagsins og þá einn leik fyrir aðalliðið.
Fyrrum eiginkona Vinicius, Ingrid Lima, eignaðist barn fyrr í mánuðinum og var talið að Brasilíumaðurinn væri faðirinn.
Það er hins vegar ekki rétt sem er mikill skellur fyrir Vinicius sem fékk sér húðflúr af nafni stelpunnar á líkama sinn.
Þar er skrifað: ‘Maite, ég elska þig,’ en Lima hefur nú staðfest það að eftir að sambandi þeirra lauk þá eignaðist hún barn með öðrum manni.
,,Ég mætti í þetta viðtal til að útskýra stöðuna og því miður þá þarf ég að gera það opinberlega,“ sagði Lima.
,,Vinicius og ég höfum ekki verið saman í dágóðan tíma, ég hef verið í sambandi með öðrum manni og Vinicius er í sínu sambandi. Við höfum haldið áfram með okkar líf.“
,,Á meðan því stóð þá fæddist Maite og við ákváðum að fara í faðernispróf og þar kom í ljós að Maite er ekki dóttir Vinicius.“