fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Uppgötvuðu örverur sem eyðileggja PFAS

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 20:30

Acetobakteríur geta brotið PFAS niður. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið er vitað um hvað verður um PFAS í umhverfinu en ný rannsókn leiddi í ljós að ákveðnar bakteríur í frárennslisvatni geta brotið „eilífðarefni“ niður. Þar með geta þessar bakteríur dregið mjög úr langlífi eiturefna á borð við PFAS.

Niðurstaðan vekur vonir um að hægt verði að þróa ódýra aðferð til að hreinsa vatn sem inniheldur PFAS.

PFAS eru efni, búin til af mönnum, sem eru notuð í margar vörur. Þau innihalda sterk efnasambönd sem brotna eiginlega ekki niður og því er erfitt að losna við þessi efni úr líkama okkar og umhverfinu.

PFAS hefur verið tengt við margvísleg heilbrigðisvandamál og því er full þörf á að hreinsa vatn sem PFAS finnst í.

Live Science segir að í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, komi fram að fjórar tegundir Acetobaktería geti brotið niður efnasamböndin í sumum PFAS.  Þetta niðurbrotsferli er knúið af ensímum sem kljúfa efnin og losa um flúoratóm sem myndu undir venjulegum kringumstæðum drepa bakteríurnar. En Acetobakteríurnar hafa sérstakar rásir sem dæla flúori út úr frumunum og út í umhverfið og gerir þetta bakteríunum kleift að lifa þetta af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um