fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta er ekki gott fyrir sæði að sögn læknis

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 15:30

Sæðisfrumurnar þurfa að vera góðar í sundi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að frjósemi og barneignum, þá eru það oft konur og „lífræna klukkan“ þeirra sem vekja upp áhyggjur af ófrjósemi. En eins og flestir vita væntanlega, þá þarf tvo til þegar kemur að því að búa til barn og því er frjósemi karla ekki neitt síður mikilvægt málefni.

Ef fólk er að huga að barneignum, þá getur verið gott að hugleiða það sem er kallað „sæðisheilbrigði“ en það er lykilatriði varðandi frjósemi karla.

Það er ekkert gefið í þeim efnum og Justin Chu, læknir við frjósemisdeild TFP Oxford Fertility, sagði í samtali við Metro að það sé að ýmsu að hyggja fyrir karla  þegar kemur að því að halda sæðinu heilbrigðu. Það sé hægt að eyðileggja það með ýmsu.

Hann sagði að það að fara í of heitt bað/sturtu eða of kalt bað/sturtu geti haft neikvæð áhrif á gæði sæðis. Því sé rétt að nota blöndunartæki og halda hitanum eða kuldanum í hófi. Hann sagði að oftast sé vatnið 37 til 41 gráða þegar fólk baðar sig en kjörhitinn fyrir sæðisframleiðslu sé 34-35 gráður.

Hann sagði að það að hjóla í meira en fimm klukkustundir á viku dragi úr sæðisframleiðslu og gæðum sæðis. Líklega sé því um að kenna að eistun hitni þegar hjólað er en það hafi áhrif á gæði sæðisins.

Hann varar karla einnig við að sitja með fartölvuna í fanginu því það dregur úr gæðum sæðisins vegna rafbylgna sem tölvan sendir frá sér.

Of þröngar nærbuxur geta haft neikvæð áhrif á sæði og mælir Justin með því að karlar klæðist víðum nærbuxum ef þeir geta komið því við.

Áfengisneysla er ekki til þess fallinn að bæta gæði sæðis því alkóhól getur haft neikvæð áhrif á starfsemi eistnanna og komið í veg fyrir þróun sæðis og dregið úr hreyfigetu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys