fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hvítt lak fauk á framrúðuna: Brá hryllilega þegar hann sá svo hvað lá á götunni

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn útfararstofu í Póllandi hafa sent frá sér afsökunarbeiðni eftir heldur óheppilegt atvik síðastliðinn föstudag.

Bilun varð til þess að afturhleri líkbíls opnaðist þegar hann var að flytja lík á milli staða með þeim afleiðingum að líkið féll á götuna.

Í fréttum pólskra fjölmiðla kemur fram að ökumaður hafi verið á leið niður götu í Stalowa Wola í suðausturhluta Póllands á föstudag þegar hvítt lak fauk skyndilega á framrúðuna á bílnum hans. Þegar lakið fauk svo af rúðunni blasti líkið við á götunni fyrir framan hann.

Maðurinn taldi í fyrstu að hann hefði ekið á manneskju og var eðli málsins samkvæmt mjög brugðið. Birtu pólskir fjölmiðlar mynd af líkinu þar sem það lá á götunni.

Forsvarsmenn útfararstofunnar báðust afsökunar á atvikinu með yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að tæknileg bilun hefði orðið til þess að líkið féll úr bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær