fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Segir „mjög alvarlega“ hryðjuverkaógn steðja að Þýskalandi

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 09:00

Þýskur lögreglumaður. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er „mjög alvarleg“ hryðjuverkaógn í Þýskalandi og það er forgangsverkefni þýskra yfirvalda að vernda ísraelskar stofnanir í landinu.

Þetta sagði Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands, um helgina í kjölfar þess að 28 ára Líbani var handtekinn á laugardagskvöldið en hann er grunaður um að hafa ætlað að ráðast á ísraelska sendiráðið í Berlín.

Dpa skýrir frá þessu og segir að Buschmann hafi sagt að það sé mjög mikilvægt að vernda ísraelskar stofnanir í Þýskalandi á þessum tímum þar sem mikið hatur í garð Ísraels og gyðingahatur fer vaxandi um allan heim og stuðningur við íslömsk hryðjuverk fer vaxandi.

Hann sagði að lögreglan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að gyðingahatarar og fólk sem hatar Ísrael fái ekki tækifæri til að hrinda hættulegum áætlunum sínum í framkvæmd.

Handtekni Líbaninn er að sögn lögreglunnar grunaður um að tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann er talinn hafa ætlað að ráðast á sendiráðið með skotvopnum.

Lögreglan réðst inn í íbúð í Bernau, sem er um 10 km utan við Berlín, og handtók manninn. Þetta var gert í kjölfar ábendingar frá erlendri leyniþjónustu að sögn Bild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um