fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Útblástur svarthola getur verið á lengd við 140 Vetrarbrautir

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 17:00

Mögnuð mynd af svartholi. Mynd:: NASA’s Goddard Space Flight Center/Jeremy Schnittman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útblástur svarthola, nokkurskonar efnisstraumur, getur verið á lengd við allt að 140 Vetrarbrautir. Þetta bendir til að svarthol gegni enn mikilvægara hlutverki við myndun vetrarbrauta en talið hefur verið fram að þessu.

Live Science segir að stjörnufræðingar hafi komið auga á lengsta útblástur svarthols, sem sést hefur til þessa, og sé lengd hans 23 milljónir ljósára en það svarar til 140 faldrar lengdar Vetrarbrautarinnar.

Þessi útblástur eru risastórir straumar jónaðs efnis sem kemur frá svartholum og er hraði þess nærri því að vera ljóshraði.

Þessi langi útblásturstraumur, sem stjörnufræðingar uppgötvuðu, kemur frá svartholi sem er í 7,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Svarthol eru venjulega í miðju vetrarbrauta og soga til sín efni úr nágrenninu og spýta því svo út úr sér á gríðarlega miklum hraða. Þannig myndast endurgjafar ferli sem stýrir því hvernig vetrarbrautir þróast.

Höfundar rannsóknarinnar segja að næsta skref sé að rannsaka hvernig risastórir útblástursstrókar af þessu tagi höfðu áhrif á uppbyggingu alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu