Hún drakk fjóra lítra á dag sem varð henni næstum því að bana. Nina hefur nú ákveðið að stíga fram og segja sögu sína til að vara aðra við.
Hún segir að þetta mikla vatnsmagn í bland við lyfin, sem hún var á til að vinna gegn vetrarkvefinu, hafi skolað út allt kerfið og orðið til þess að hún hafi verið með lífshættulega lág natríum gildi. Natríum (salt) er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum.
Nina fékk í kjölfarið flog og var flutt á sjúkrahús. Hún var á gjörgæslu í fimm daga á meðan læknar reyndu að jafna út steinefni og sölt í líkama hennar.
„Læknarnir sögðust ekki vita hvernig ég lifði þetta af,“ sagði Nina við News.com.au.
„Ég var hægt og rólega að drekkja mér sjálfri og hafði ekki hugmynd um það. Eiginmaður minn sagði að ég gerði aldrei neitt án þess að hafa vatnsglas mér við hlið.“
Nina sagði að hún hafi verið „mjög heilbrigð manneskja“ fyrir þetta. Hún sagði að heilsuvandamál hennar hafi byrjað um sex vikum áður en hún var lögð inn.
Fyrstu einkenni voru væg. Hún var smá kvefuð en fékk síðan barkabólgu og missti röddina. Hún fékk einnig kalda lungnabólgu.
„Ég var líka með kvef, illt í eyrunum og með hálsbólgu. Ég fór nokkrum sinnum til læknis út af þessu. Mér fannst ég aldrei hafa tíma til að hvíla mig, að vera útivinnandi foreldri er mjög krefjandi.“
Nina hitti fimm lækna yfir sex vikna tímabil og fékk alls konar mismunandi lyf en alltaf sömu fyrirmælin: Að drekka meira vatn.
„Ég var á sterum, sýklalyfjum og fékk nefsprey og Nurofen, sem lækkar líka natríum gildi í líkamanum, þetta var hræðileg blanda.“
Ástand Ninu versnaði og leitaði hún aftur til læknis. „Ég fór upp á sjúkrahús og þeir sögðu: „Drekktu mikið af vatni.“ En þeir héldu að ég væri í fráhvörfum frá sterunum.“
Næsta dag fékk Nina „móðu“ fyrir augun og læknar sögðu henni aftur að drekka meira vatn.
Um miðjan júní hafði Nina kastað upp í þrjá daga og drakk fjóra lítra af vatni á dag.
„Ég bara hélt áfram að hugsa að ég þyrfti að drekka allt þetta vatn til að losna við þessa pest.“
Eiginmanni henndar leist ekkert á blikuna og hringdi á sjúkrabíl.
Eins og fyrr segir var hún á gjörgæslu í fimm daga en er heilsuhraust í dag.
Nú drekkur hún um 1,5 lítra af vatni á dag.