NBC News segir að börnin, Brinley 4 ára og Connor 8 ára, hafi fundist hengd í kjallaranum heima hjá þeim. Þau voru meðvitundarlaus þegar að var komið og voru síðan úrskurðuð látin á vettvangi.
NBC News segir að Lisa hafi ekki sýnt nein svipbrigði þegar dómsorðið var lesið upp.
Hún byggði vörn sína á að það hafi verið Connor, sem var að hennar sögn í sjálfsvígshugleiðingum, sem hafi hengt Brinley og síðan sjálfan sig.
En dómstóllinn keypti þessa skýringu ekki. Dómarinn lagði áherslu á það í dómsorði að Lisa hafði leitað sér að upplýsingum um sjálfsvíg, hengingar og morð á netinu áður en börnin létust. Hann sagði þess utan að engar sannanir hafi fundist fyrir meintri vanlíðan Connor.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.