fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg sent viðvörunarbréf vegna skuldastöðu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í byrjun mánaðarins Reykjavíkurborg sérstakt bréf þar sem borgaryfirvöld eru meðal annars vöruð við því að samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár uppfylli borgin ekki ákvæði sveitarstjórnarlaga um skuldahlutföll sveitarfélaga, sem muni taka gildi árið 2026. Er í bréfinu lögð áhersla á gripið verði til aðgerða til að uppfylla þetta ákvæði í tæka tíð sem og þau lágmarksviðmið nefndarinnar sem að ársreikningurinn uppfylli ekki.

Bréfið var sent frá nefndinni til borgarstjórnar Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn. Á fundi borgarráðs þann 10. október síðastliðinn var lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hefðu borgarráði. Í fundargerð fundarins kemur fram að bréfið sé vegna yfirferðar ársreiknings borgarinnar fyrir síðasta ár og hafi verið sent fjármála- og áhættustýringarsviði til umsagnar. Bréfið er ekki birt með fundargerðinni og var ekki tekið fyrir á síðasta fundi borgarráðs 17. október síðastliðinn. Það var heldur ekki fjallað um bréfið á fundi borgarstjórnar þann 15. október. Frekari umfjöllun um bréfið á fundum borgarráðs eða borgarstjórnar bíður því væntanlega umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

DV óskaði eftir aðgangi að bréfinu frá innviðaráðuneytinu, sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga heyrir undir, og barst bréfið fyrr í dag.

Bréfið er dagsett 1. október og stílað á borgarstjórn Reykjavíkur en ekki borgarráð eins og stendur í áðurnefndri fundargerð.

Uppfylli ekki öll viðmið

Í bréfinu er minnt á bráðabirgðarákvæði í sveitarstjórnarlögum um að heimilt sé að víkja frá reglum um skuldahlutföll út árið 2025 en að frá og með árinu 2026 þurfi sveitarfélög landsins að uppfylla þá reglu sem snýst um hlutfall skulda af tekjum. Þegar þessi regla tekur gildi má þetta hlutfall ekki vera hærra en 150 prósent en samkvæmt ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2023 var hlutfallið 158 prósent. Þá er átt við heildarskuldir A- og B-hluta sem hlutfall af reglulegum tekjum en A-hluti er borgarsjóður sjálfur og aðrir hlutar rekstrar borgarinnar sem fjármagnaðir eru aðallega með skattfé en B-hluti eru fyrirtæki og félög í eigu borgarinnar sem hafa sjálfstæðan fjárhag.

Á móti kemur að borgin uppfyllir samkvæmt bréfinu svokölluð jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga sem einnig taka ekki gildi fyrr en árið 2026 en þau ganga út á að samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Í ársreikningi borgarinnar fyrir síðasta ár kemur fram að þetta viðmið hafi verið jákvætt um rétt yfir 26 milljarða króna.

Í bréfinu kemur einnig fram að ársreikningurinn uppfylli ekki nokkur viðmið nefndarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 4,97 milljarða króna en eigi samkvæmt viðmiðum nefndarinnar að vera að minnsta kosti á núlli. Framlegð í hlutfalli við rekstrartekjur hafi verið 4,5 prósent en eigi að vera samkvæmt viðmiðum nefndarinnar 8,2 prósent. Loks sé miðað við að hlutfall skulda A-hluta sé í mesta lagi 100 prósent af tekjum en á síðasta ári hafi það verið 113 prósent.

Komast undir

Í lok bréfsins leggur nefndin áherslu á það við borgarstjórn að nú þegar verði leitað leiða til þess að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar og að hugað sé sérstaklega að því að fyrir árið 2026 verði hið lögfesta lágmarksskilyrði um skuldahlutfall, sem þá tekur gildi, uppfyllt.

Minnt er á að borgarstjórn beri ábyrgð á fjárhag borgarinnar og skuli gera nefndinni viðvart uppfulli fjárhagur hennar ekki sveitarstjórnarlög eða að fjármálin stefni að öðru leyti í óefni.

Nefndin óskar að lokum eftir að bréfið verði lagt fyrir í borgarstjórn til kynningar og þess getið í fundargerð en eins og áður segir var það lagt fyrir borgarráð að bréfið hefði borist og þess getið í fundagerð ráðsins. Fulltrúum þar virðist hafa verið afhent bréfið en í bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, er efni bréfsins reifað en í bókuninni segir meðal annars:

„Ekki er annað hægt en að vera uggandi yfir þessu. Fjármálastaða borgarinnar er enn grafalvarleg og árið 2026 er handan við hornið ef svo má segja. Borgin hefur um eitt ár til að rétta úr kútnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?