fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Birta myndband af síðustu augnablikunum í lífi Hamas-leiðtogans

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher hefur nú birt myndband sem tekið var með dróna og sýnir síðustu andartökin í lífi Yahia Sinwar, stjórnmálaleiðtoga Hamas. Sinwar var drepinn í loftárás Ísraelshers á byggingu í Gasa í gær.

Sinwar tók við sem stjórnmálaleiðtogi Hamas í ágúst síðastliðnum eftir að Ismail Haniyeh lést í loftárás sem gerð var í borginni Tehran í Íran í sumar. Sinwar er talinn hafa verið heilinn á bak við hryðjuverkaárásirnar í Ísrael þann 7. október í fyrra.

Ísraelsher birti myndbandið í gærkvöldi en á því má sjá dróna fljúga inn í gjörónýta byggingu og mæta þar Sinwar sem situr í stól, mikið slasaður og með andlit sitt hulið.

Hann heldur á einhvers konar priki í vinstri hönd og reynir að kasta því af veikum mætti í átt að drónanum en án árangurs. Örskömmu síðar vörpuðu ísraelskir hermenn sprengju á bygginguna með þeim afleiðingum að Sinwar lést.

Daniel Hagari, upplýsingafulltrúi ísraelska hersins, sagði á blaðamannafundi í gær að dróninn, sem meðfylgjandi myndband var tekið upp með, hafi komið auga á þrjá „hryðjuverkamenn“ Hamas-samtakanna en þeir hafi hlaupið á milli bygginga með ísraelska hermenn á hælunum.

Sagði hann að Sinwar hafi slasast á hægri handleggnum í skotbardaga við ísraelska hermenn. Bætti hann við að Ísraelsher hafi sprengt bygginguna og farið svo inn í rústirnar og fundið lík hans.

„Sinwar bar ábyrgð á hrottalegustu árás sem gerð hefur verið í Ísrael þegar hryðjuverkamenn réðust inn í Ísrael, slátruðu Ísraelsmönnum á heimilum þeirra, nauðguðu konunum okkar, brenndu heilu fjölskyldurnar lifandi og tóku yfir 250 karla, konur og börn í gíslingu,“ sagði Hagari.

„Síðastliðið ár hefur Sinwar reynt að flýja undan réttvísinni. Honum mistókst. Við sögðum að við myndum finna hann og það gerðum við,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær