Derrick braust inn á heimili sem fyrrverandi kærasta hans dvaldi á þann 20. ágúst 2016, en allir hinna myrtu tilheyrðu fjölskyldu hennar. Í þeim hópi var meðal annars Chelsea Randall Reed, 22 ára, en hún var komin fimm mánuði á leið þegar hún var drepin.
Derrick rændi svo fyrrverandi kærustu sinni og þriggja mánaða barni sem var í fjölskyldu hennar og lagði á flótta. Hann ók að heimili föður síns þar sem hann sleppti þeim úr haldi áður en hann gaf sig sjálfur fram hjá lögreglu. Derrick hafði lengi glímt við fíkniefnavanda og var undir áhrifum metamfetamíns þegar hann framdi morðin.
Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að hann hafi ákveðið að berjast ekki gegn aftökunni og sleppt því að áfrýja dómnum.
„Ég er sekur. Það er ekki sanngjarnt gagnvart fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra að reyna að tefja það að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði hann í bréfi sem hann skrifaði dómara í málinu í apríl síðastliðnum.
Aftakan á Derrick var önnur af tveimur sem átti að fara fram í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Til stóð að taka Robert Roberson af lífi í umdeildu máli í Texas, en Robert þessi var dæmdur fyrir að verða dóttur sinni að bana árið 2002 í svokölluðu Shaken Baby-máli. Aftökunni var frestað á síðustu stundu.
Frægur rithöfundur segir að saklaus maður verði tekinn af lífi á morgun