fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Myrti fimm manns árið 2016 – Tekinn af lífi í gærkvöldi

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 08:50

Derrick Dearman ákvað að áfrýja ekki dauðadómnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Derrick Dearman, fangi á dauðadeild í Alabama, var tekinn af lífi í gærkvöldi. Derrick, sem var 36 ára, var dæmdur til dauða fyrir að myrða fimm einstaklinga árið 2016 en við ódæðið notaði hann skotvopn og öxi.

Derrick braust inn á heimili sem fyrrverandi kærasta hans dvaldi á þann 20. ágúst 2016, en allir hinna myrtu tilheyrðu fjölskyldu hennar. Í þeim hópi var meðal annars Chelsea Randall Reed, 22 ára, en hún var komin fimm mánuði á leið þegar hún var drepin.

Derrick rændi svo fyrrverandi kærustu sinni og þriggja mánaða barni sem var í fjölskyldu hennar og lagði á flótta. Hann ók að heimili föður síns þar sem hann sleppti þeim úr haldi áður en hann gaf sig sjálfur fram hjá lögreglu. Derrick hafði lengi glímt við fíkniefnavanda og var undir áhrifum metamfetamíns þegar hann framdi morðin.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að hann hafi ákveðið að berjast ekki gegn aftökunni og sleppt því að áfrýja dómnum.

„Ég er sekur. Það er ekki sanngjarnt gagnvart fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra að reyna að tefja það að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði hann í bréfi sem hann skrifaði dómara í málinu í apríl síðastliðnum.

Aftakan á Derrick var önnur af tveimur sem átti að fara fram í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Til stóð að taka Robert Roberson af lífi í umdeildu máli í Texas, en Robert þessi var dæmdur fyrir að verða dóttur sinni að bana árið 2002 í svokölluðu Shaken Baby-máli. Aftökunni var frestað á síðustu stundu.

Frægur rithöfundur segir að saklaus maður verði tekinn af lífi á morgun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum