Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að drengurinn hafi fengið skammbyssuna afhenta í poka. Haft var í hótunum við hann og honum skipað að skjóta á íbúðarhús eitt.
Samkvæmt frásögn drengsins þá var hann staddur á pitsastað þegar 14 ára drengur og 17 ára piltur hótuðu honum og létu hann fá pokann með skammbyssunni. Þeir sögðu honum að skjóta á ákveðið hús og ef hann myndi ekki gera það, myndu þeir skjóta fjölskyldu hans.
Drengurinn og pilturinn voru handteknir og á sá eldri yfir höfði sér ákæru fyrir að hvetja til morðs.