fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Líffæragjafi vaknaði þegar læknar voru að fara að taka hjartað úr honum

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 07:00

Thomas Hoover á sjúkrabeði. Mynd:TikTok/Ladonna Rhorer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Hoover II, sem er 36 ára, upplifði „verstu martröð allra“ þegar hann vaknaði upp á skurðarborðinu á sjúkrahúsi og voru læknar að búa sig undir að taka hjartað úr honum.

Þetta gerðist í október 2021. Hoover hafði verið fluttur á Baptist Health Richmond sjúkrahúsið í Kentucky í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum.

Metro segir að hann hafi verið úrskurðaður heiladauður en þegar hjúkrunarfræðingar hafi farið með hann inn á skurðstofu, svo læknar gætu rannsakað hversu gott hjarta hans var áður en það væri tekið úr honum, hafi hann skyndilega vaknað til lífsins.

Nyckoletta Martin, fyrrum starfsmaður Kentucky Organ Donor Affiliates (KODA), fór yfir málsgögnin og sagði að Hoover hafi spriklað á skurðarborðinu: „Þetta er versta martröð allra, er það ekki? Að vera á lífi í skurðaðgerð og vita að einhver mun opna þig og fjarlægja líffæri. Það er hryllilegt.“

Natasha Miller, sem starfaði einnig hjá KODA, sagði að Hoover hafi sýnt lífsmark þegar verið var að flytja hann af gjörgæsludeild inn á stofuna þar sem taka átti líffæri úr honum: „Hann hreyfðist, eiginlega spriklaði. Þegar þau fóru þarna yfir, þá sást að tár runnu niður kinnar hans. Hann var greinilega að gráta.“

Miller sagði að það sé enn hræðilegra í þessu máli að starfsmaður KODA krafðist þess að annar læknir yrði fundinn til að taka líffærin úr Hoover. Þessu neitaði talsmaður KODA.

Yfirvöld eru nú að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu