Eggjavatnið inniheldur mörg næringarefni sem geta komið sér vel fyrir plöntur og bætt vaxtarskilyrði þeirra.
Þegar egg eru soðin losnar um hluta af því kalsíum sem er í skurninni. Það endar sem sagt í vatninu. Kalsíum er mjög mikilvægt fyrir vaxtarskilyrði plantna því það hjálpar til við að stýra pH-gildinu í jarðveginum og þannig tryggja rótarkerfinu stabílt umhverfi.
Eftir því sem Ruhr24 segir, þá er jarðvegur, með pH-gildi 6,0 til 6,5, kjörinn fyrir margar plöntur því það tryggir þeim bestu skilyrðin til að ná sér í næringarefni.
Einnig er vitað að kalsíum styrkir plöntur og veitir þeim meiri mótstöðu gegn sjúkdómum og meindýrum.
Ef plöntunar skortir kalsíum þá sést það oft af gulum eða brúnum blettum á blöðunum. Ef svo er, þá getur eggjavatn hjálpað þeim. Þú þarft bara að láta vatnið kólna niður í stofuhita áður en þau vökvar með því. Það er líka hægt að geyma vatnið í nokkra daga áður en vökvað er með því. Mælt er með því að plönturnar fái eggjavatn einu sinni í viku.
En það er rétt að taka fram að ekki er snjallt að nota vatn sem lituð egg eru soðin í. Litarefnið í skurninni getur nefnilega haft áhrif á gæði vatnsins.