fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Sífellt fleiri lifa af að lenda í snjóflóði – Þetta er ástæðan

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 19:30

Leitarmenn við snjóflóð sem féll á fólk í Rússlandi fyrir rúmlega 60 árum. Mynd:Mynd:CC0 1.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á afdrifum fólks, sem lent hefur í snjóflóði, sýnir að lífslíkurnar hafa aukist á síðustu áratugum og að björgunarmenn koma fyrr á vettvang en áður. En samt sem áður skiptir tíminn gríðarlega miklu máli fyrir þá sem eru svo óheppnir að lenda í snjóflóði.

Live Science segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að mun meiri líkur séu á að aðstoð berist skjótt og að fólk lifi af að lenda í snjóflóði í dag en fyrir fjörtíu árum.

Snjóflóð geta orðið fólki að bana á margvíslegan hátt. Flestir látast af völdum áverka sem þeir hljóta þegar þeir lenda í flóðinu, sumir kafna og aðrir verða ofkælingu að bráð. Tíminn skiptir því miklu máli enda er flestum, sem lifa það af að lenda í snjóflóði, bjargað á fyrstu fimm mínútunum eftir að þeir lenda undir snjónum.

Fyrsta alvöru rannsóknin á afdrifum þeirra sem lenda í snjóflóðum var gerð fyrir 30 árum. Í henni var rannsakað hvernig fólki, sem lenti í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum, reiddi af. Þá lifði tæplega helmingurinn af og nær öllum, sem lifðu af, var bjargað innan fimmtán mínútna frá því að þeir grófust undir snjónum.

Frá því á tíunda áratugnum hafa traustari aðferðir verið þróaðar til að spá fyrir um snjóflóð og ný tækni, sem eykur líkurnar á að fólk finnist og sé bjargað, hefur komið fram á sjónarsviðið. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar sýna að þessi þróun hefur aukið líkurnar á að fólk lifi það af að lenda í snjóflóði.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Network Open, var rannsakað hvernig fólki, sem lenti í snjóflóðum í Sviss frá 1981 til 2020, reiddi af. Á þessum árum lentu rúmlega 7.000 manns í snjóflóðum í landinu. Þar af grófust 1.643 svo mikið að snjór huldi höfuð þeirra og bringu.

Dr. Hermann Brugger, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að ef fólk, sem lendir í snjóflóði, endar ofan á flóðinu eða grefst aðeins að hluta í því, með höfuð og bringu upp úr, þá séu lífslíkurnar rúmlega 90%. Ef höfuð og bringa eru alveg hulin snjó, þá eru lífslíkurnar um 53% sagði hann.

Rannsóknin sýnir að frá 1990 hafa lífslíkur, þeirra sem lenda í snjóflóðum, aukist úr 43,5% í 53,4%. Þessi tala virðist kannski ekki há en það er tíminn sem skiptir mestu. Hjá fólki, sem var grafið í snjó skemur en 10 mínútur, voru lífslíkurnar 91% en eftir 15 mínútur voru lífslíkurnar komnar niður í 76%. Eftir 30 mínútur lifði tæplega þriðjungur af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana