fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Metfjöldi flóttamanna kominn til Bretlands á litlum bátum það sem af er ári

Pressan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var met sett hvað varðar fjölda flóttamanna sem komust til Bretlands yfir Ermarsund á litlum bátum. Þá náði fjöldinn 10.170. Á sama degi 2022 höfðu 9.326 komist yfir sundið og á síðasta ári höfðu 7.326 komist yfir sundið á þessum degi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að flestir hafi komið 1. maí eða 711. Má rekja það til þess að í kringum mánaðamótin apríl/maí hefst tímabil þar sem betra er í sjóinn en yfir veturinn og því auðveldara að sigla á litlum bátum yfir sundið.

Rishi Sunak, forsætisráðherra, byggir pólitíska framtíð sína á því að taka á þessum mikla flóttamannastraumi og hefur ríkisstjórn hans meðal annars gripið til þess ráðs að semja við stjórnvöld í Rúanda um að taka við flóttafólki.

Hann hefur boðað til kosninga í byrjun júlí og segir að engir flóttamenn verði sendir til Rúanda fyrr en að þeim afstöðnum. En það er háð því að Íhaldsflokkurinn, flokkur Sunak, sigri í kosningunum því Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að slaufa Rúanda-áætluninni algjörlega ef hann kemst til valda.

 Rúanda-áætlunin hefur verið lengi í undirbúningi en Sky News bendir á að ekki sé að sjá að hún hafi neinn fælingarmátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi