fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 04:05

Glímir þú við símafíkn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa vanið sig á að taka farsímann sinn með þegar farið er afsíðis til að sinna kalli náttúrunnar. Eflaust þykir það stytta tímann að geta flett samfélagsmiðlum á meðan beðið er eftir að númer tvö detti í skálina. En ef þú ert meðal þeirra sem gera þetta, þá skaltu hætta því ekki seinna en strax!

Ný rannsókn sýndi fram á að rúmlega helmingur snjallsíma er þakinn skaðlegum bakteríum og að þetta megi rekja til þess að fólk tekur símana með á klósettið. Á venjulegum farsíma eru rúmlega tvöfalt fleiri sýklar en á klósettsetu samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar.

The Express segir að í rannsókninni hafi strokusýni verið tekin af farsímum og rannsökuð með aðferðum sem gera vísindamönnum kleift að finna allra minnstu örverurnar.

Eftir að hafa rannsakað strokusýni af 50 snjallsímum var niðurstaðan skýr: 52% þeirra féllu undir skilgreininguna „mjög mengaðir“ af örverum.

Í könnun sem var gerð meðal 2.000 breskra farsímanotenda kom í ljós að fjórðungur þeirra þreif símann sinn aldrei og það getur skýrt af hverju svo margir símar eru þaktir sýklum og öðrum ófögnuði.

59% aðspurðra viðurkenndu að nota símann sinn þegar þeir fara á klósettið. Ekki bætir það stöðuna að 15% þátttakendanna játuðu að þeir þvoi ekki alltaf hendurnar eftir að hafa notað salernið. Þannig geta bakteríur borist yfir á farsíma þeirra og skiptir þá engu þótt viðkomandi noti símann sinn ekki á meðan salernið er notað.

Hvað varðar kynin þá reyndust karlar vera 10% líklegri til að taka farsíma með sér á klósettið en 24% karla sögðust gera það í hvert sinn sem þeir fara á klósettið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð