fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 07:00

Margir elska kaffi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi- og tedrykkjufólk veit vel hvernig þessir uppáhaldsdrykkir þeirra geta leikið tennurnar, litað þær, með tímanum. En tannlæknir deildi nýlega ofureinföldu ráði til að komast hjá þessum „aukaverkunum“ þessara vinsælu drykkja.

Kaffi, svart te og rauðvín eiga það sameiginlegt að vera ljúffengir drykkir. En þeir eiga það líka sameiginlegt að aflita glerunginn á tönnunum.  Þessir drykkir innihalda mikið magn af tanníni sem getur eytt glerungnum með tímanum sem aftur leiðir til fleiri bletta á tönnunum.

Þú hefur kannski heyrt að ef þú drekkur kaffið í gegnum sogrör þá dragi það úr líkunum á að fá bletti á tennurnar. En það er ekki svo þægilegt að drekka heitan drykk með sogröri.

Mirror segir að breski tannlæknirinn Shaadi Manouchehri hafi nýlega deilt „tannbjörgunarráði“ á TikTok. Er því beint að fólki sem drekkur kaffi daglega og segir hún að það sé mjög einfalt að tileinka sér þetta ráð.

„Eitt það versta sem þú getur gert tönnunum er að dreypa á kaffi allan daginn og það er eitthvað sem ég vil ekki gera. Það skiptir engu hvort þú bætir mjólk eða sykri út í kaffið, það mun skemma tennurnar þínar á einn eða annan hátt,“ sagði hún.

Ef þú vilt komast hjá því að fá bletti á tennurnar þá ráðleggur Manouchehri þér að drekka kaffið „eins hratt og hægt er“ frekar en að „dreypa á því“.

Hún sagði að ef kaffið sé drukkið á löngum tíma, þá sé „stöðug sýruárás“ á þær í gangi. „Það sem þú þarft að gera er að drekka kaffið þitt á ekki of löngum tíma. Ég myndi líklega segja innan 20 til 30 mínútna,“ sagði hún.

Hún sagði að fólk eigi einnig að forðast að bursta tennurnar strax að drykkju lokinni því þær séu þá í „sýrubaði“ og með því að bursta þær „nuddast sýran á tennurnar“.  Þess í stað ráðleggur hún fólki að drekka vatn því það losi munninn við sýruna en einnig mælir hún með notkun sykurlauss tyggjós eða sykurlausrar myntu eða þá að nota munnskol. Hún sagði að ekki eigi að bursta tennurnar fyrr en 60 mínútum eftir að kaffið var drukkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru