fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Rafbílar valda meiri svifryksmengun en aðrir bílar samkvæmt sláandi rannsókn

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílar losa meira af svifryki út í loftið og eru verri fyrir umhverfið en bifreiðar sem ganga fyrir eldsneyti, ef marka má rannsókn sem nýlega var dregin fram í dagsljósið. New York Post greinir frá því að umrædd rannsókn fór fram á vegum greiningarstöðvarinnar Emission Analytics og voru niðurstöður birtar árið 2022. Rannsóknin hafi þó ekki vakið athygli fyrr en á sunnudag þegar um hana var fjallað í skoðanagrein í Wall Street Journal.

Samkvæmt rannsókninni losa bremsur og dekk rafbíla 1850 sinnum meira af svifryksmengun samanborið við hefðbundin púströr, sem eru búin skilvirkum síum. Helsta mengun frá bifreiðum í dag komi almennt frá sliti dekkja. Þegar þungar bifreiðar aka um á léttum dekkjum, sem gjarnan eru úr gerviplasti úr hráolíu ásamt skaðlegu fylli- og aukaefni, brotna þau niður og losa skaðleg efni út í loftið.

Þar sem rafbílar eru að meðaltali 30 prósent þyngri en bifreiðar sem ganga fyrir eldsneyti þá slitna bremsur og dekk þeirra hraðar. Emission Analytics reiknaðist til að losun frá sliti dekkja rafbíla, sem eru með batterí sem er um hálft tonn að þyngd, geti verið rúmlega 400 sinnum meira en mengun frá púströrum. Vinsæl tegund rafmagnsbifreiða, Tesla, sé með lithium-ion batterí sem rúmlega 800 kg að þyngd.

Margir telja að samkvæmt þessum niðurstöðum megi efast um áreiðanleika yfirlýsinga um að rafbílar mengi ekki umhverfið og að stefnur stjórnvalda víða um heim, um mengunarlaus samfélög, sé óraunhæf. Ekki sé hægt að fullyrða að bifreið sé góð fyrir umhverfið bara því hún hefur ekki púströr, í það minnsta á meðan rafbílar eru útbúnar dekkjum úr gráolíu sem losa svifryk í andrúmsloftið með sliti.

Stofnandi og forstjóri Emmissions Analytics, Nick Molden, segir þó að þessar niðurstöður eigi ekki að stöðva rafmagnsvæðingu bifreiðaflotans í heiminum. Hluti af markmiðum stjórnvalda sem stefni að grænni framtíð sé að minnka losun koldíoxíðs um helming. Þetta hafi áhrif á loftlagsvána.

„En það eru þessar neikvæðu hliðar við rafbíla þar sem svifryk eykst. Loftmengun varðar það sem við öndum að okkur og þau áhrif sem það hefur á heilsu okkar,“ sagði Molden sem segir að eiturefnin í dekkjum hafi mun minni áhrif á loftslagsbreytingar en hún hafi á á það sem við borðum og innbyrðum.

Svifryksmengun geti þó valdið aukningu á heilsukvillum á borð við hjartasjúkdóma, astma og lægri fæðingarþyngd barna. Þessi efni berist svo í jarðveg og vatn og hafi áhrif á dýraríki á landi og sjó, sem mennirnir svo borði ásamt dekkjamengun.

„Dekk eru búin til úr mörgum hrottalegum efnum,“ sagði Molden og bætir við að vandinn sé í raun ekki rafbílar heldur dekkin. Niðurstöður rannsóknarinnar sýni nauðsyn þess að finna nýja efnasamsetningu fyrir dekk og draga úr eiturefnum í framleiðslunni. Þar með sé hægt að hámarka jákvæð áhrif rafmagnsbifreiða á umhverfið.

Loftslagsstofnunin í Kaliforníu byggir á því að mengun frá dekkjum sé sambærileg milli rafmagns- og eldsneytisbifreiða. Þegar gengið var á stofnunina í ljósi rannsóknarinnar fengust svörin að það sé ómögulegt að áætla að rafmagnsbifreiðar verði alltaf þyngri en eldsneytisbílar.

Annar möguleiki væri að framleiðendur rafbíla leiti leiða til að létta ökutækin, svo sem með því að draga úr þyngt rafhlöðu eða með því að draga úr þyngt annara íhluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm