fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Pressan

Seinheppinn smáþjófur strandaði á símalínu á flótta undan lögreglu

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eltingaleikur lögreglunnar í Vancouver við seinheppin þjóf endaði í björgunaraðgerð eftir að sá síðarnefndi lenti í sjálfheldu á símalínu.

Þessi kostulegi eltingarleikur átti sér stað á laugardaginn. Lögreglu barst tilkynning um mann sem var hafði brotist inn í bifreið og stolið þaðan nokkrum munum. Þjófurinn hafi því næst farið í nálægan garð þaðan sem hann stal reiðhjóli. Nágranni sá til þjófsins og veitti honum eftirför. Við það losaði þjófurinn sig við hjólið og greip til fótanna.

Fljótlega barst lögreglu önnur tilkynning um mann sem hafði komið inn á vinnustað, kýlt þar starfsmann og tekið af honum farsíma. Síðan flúði þrjóturinn af vettvangi. Af lýsingu hins grunaða var talið líklegt að hér væri sá sami og í fyrra útkallinu á ferðinni. Lögregla var send á vettvang og hafði varla náð að kanna aðstæður á vettvangi áður en að þriðja útkallið barst. Að þessu sinni var maður, sem passaði við lýsingu hins grunaða í fyrri útköllum, kominn upp á þak byggingar þaðan sem hann kastaði múrsteinum. Hefði hann þegar valdið eignaspjöllum á aðlægum byggingum.

Lögregla sendi á vettvang sérfræðing í samningaumleitun til að sannfæra hinn grunaða um að koma niður af þakinu. Hinn grunaði, sem lögregla hefur nafngreint sem Romando E. Stanley, þverneitaði öllum samningaviðræðum heldur afréð að flýja enn. Að þessu sinni datt honum það snjallræði í hug að klifra upp á símalínuna sem lá frá þakinu og yfir götuna. Stanley vanmat hversu erfitt verk það er og fór svo að hann strandaði á miðri símalínunni. Áfram neitaði Stanley þó að gefast upp, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögreglu. Á sama tíma var ráðist í aðgerðir til að tryggja öryggi Stanley þegar hann óhjákvæmilega félli til jarðar.

Stanley hékk í 45 mínútur áður en þyngdaraflið hafði betur. Eftir stutta viðkomu á slysadeild var hann hnepptur í varðhald og ákærður fyrir rán, þjófnað og illvirki. Á meðan Stanley hékk náði lögreglan meðfylgjandi mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Í gær

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka