fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Mögnuð hellalistaverk sanna að menn settust að í kólumbíska hluta Amazon fyrir 13.000 árum

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 07:30

Þetta er glæsilegt listaverk. Mynd:University of Exeter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta fókið, sem settist að í kólumbíska hluta Amazon, kom þangað fyrir um 13.000 árum þegar miklir fólksflutningar áttu sér stað í Ameríku.

Þegar fólkið kom að stað, sem nú heitir Serranía de la Lindosa, tók fólkið sér búsetu í steinskýlum, bjó til steinverkfæri, stundaði veiðar og söfnun og bjó til mikilfeng hellalistaverk. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Quaternary Science Review.

Áður var vitað að fólk settist að á þessu svæði fyrir að minnsta kosti 12.600 árum. Út frá hellalistaverkunum gátu vísindamenn öðlast betri skilning á hvernig fólkið nýtti svæðið og á hvaða tímabili ekki var búið þar.

Mark Robinson, prófessor í fornleifafræði við University of Exeter í Bretlandi, segir í tilkynningu að flæði fólks yfir Suður-Ameríku hafi verið einn af stóru fólksflutningaatburðum mannkynssögunnar en lítið hafi verið vitað um komu þess til Amazon. Það sé erfitt að stunda rannsóknir á svæðinu vegna þess hversu þéttur regnskógurinn er.

Rannsóknin leiddi í ljós að á sumum tímabilum var ekkert fólk á svæðinu, stundum í allt að heila öld. Á svæðinu fundust 3.000 ára gamlir leirmunir og 2.500 ára sannanir fyrir landbúnaði. Hélst búseta á svæðinu allt fram á sautjándu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?