fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þóttust vera á leigubíl og nauðguðu konu sem þáði far

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 12:20

Hinir seku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir hrottalega nauðgun gegn konu sem hélt að hún væri að taka venjulegan leigubíl. Endanleg refsing yfir mönnunum verður kveðin upp í apríl.

Mennirnir þrír, Bakhtullah Safi, Kehan Safi (báðir 18 ára) og Habibullah Ahmadzai, 26 ára, voru sakfelldir í réttarsal í Hull á Englandi á dögunum.

Atvikið átti sér stað í Hull í júlí 2023 þegar konan þurfti á leigubíl að halda eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Taldi hún að um væri að ræða skráðan leigubíl en svo reyndist ekki vera og tilgangur þremenninganna aðeins einn, að því er fram kom í niðurstöðu réttarins.

Mennirnir nauðguðu konunni og hugðust svo rukka hana um 20 pund fyrir farið. Tókst konunni að flýja undan mönnunum og hafa samband við lögreglu.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári mannanna nokkrum dögum síðar með aðstoð eftirlitsmyndavéla sem náðu myndum af bílnúmeri ökutækisins sem Bakhtullah ók.

Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í átta daga og verður endanleg refsing sem fyrr segir kveðin upp í apríl. Mennirnir eiga yfir höfði sér margra ára fangelsi.

„Þetta var mjög óhugnanlegt mál og ég er ánægður að þessir menn séu nú á bak við lás og slá þar sem þeim verður refsað fyrir þessa hrottalegu árás,“ segir Ashley Webster sem fór fyrir rannsókn málsins hjá lögreglu.

„Ég á engin orð til að lýsa því hversu mikið hugrekki þessi unga kona hefur sýnt meðan á rannsókn og réttarhöldum hefur staðið. Ég vil þakka henni kærlega fyrir að hjálpa til við að taka þessa hræðilegu menn af götunni,“ bætti Ashley við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni