fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þriggja ára úrkomuleysi kemur nú harkalega niður á Barcelona

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 19:00

Baðströnd í Barcelona. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þriggja ára þurrka hafa yfirvöld í Barcelona, stærstu borg Katalóníu á Spáni, neyðst til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til vatnsskömmtunar. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á íbúa borgarinnar og þær milljónir ferðamanna sem heimsækja hana árlega.

Nú hefur verið gripið til sömu vatnsskömmtunar í Barcelona og í öðrum héruðum á svæðinu. Skrúfað hefur verið fyrir vökvun í almenningsgörðum. Bannað er að dæla vatni í sundlaugar, bæði almenningslaugar og einkalaugar, nema vatnið sé endurnýtt. Sömu reglur gilda um bílaþvott.

Bændur í héraðinu hafa einnig fengið fyrirmæli um að draga úr vökvun á ökrum um 20%.

„Katalónía glímir við verstu þurrkana síðustu öldina. Allan þann tíma sem við höfum skráð úrkomu, höfum við aldrei staðið frammi fyrir svo löngum og miklum þurrkum,“ sagði Pere Aragonés, forseti Katalóníu, nýlega á fréttamannafundi.

Þessir miklu þurrkar hafa komið berlega í ljós við Sauvatnslónið sem er norðan við borgina, umkringt frjósömum svæðum.

Lónið var tekið í notkun 1962 og hefur síðan séð borgarbúum og nærliggjandi svæðum fyrir vatni. Þegar lónið var byggt var miðaldarþorpið Sant Romá de Sau tæmt og látið fara undir vatn. Nú hafa þurrkarnir gert að verkum að rústir þorpsins eru farnar að birtast upp úr vatninu. Kirkja bæjarins, sem er handhafi heimsmetsins hvað varðar að vera elsta kirkjan undir vatni, stendur nú á þurru á nýjan leik.

Euronews segir að í janúar hafi vatnsmagnið í lóninu verið 6% af hámarksvatnsmagni þess. Í janúar á síðasta ári var það 19%. Í janúar er vatnsmagnið að meðaltali yfir 90%.

Markmiðið með vatnsskömmtuninni er að minnka daglega vatnsneyslu úr 210 lítrum á mann í 200 lítra. Ef þurrkarnir versna verður magnið lækkað í 180 lítra og síðan 160 lítra. Það fara um 10 til 20 lítrar af vatni á mínútu þegar farið er  í sturtu svo það er ekki lengi gert að nota 100 eða 200 lítra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?