Skoðanir eru skiptar um þetta en svörin við þessu byggjast á því magni eggja sem fólk borðar og heilsufari fólks.
Egg eru frábær prótínuppspretta sem þýðir að þau innihalda allar þær níu amínósýrur sem líkaminn hefur þörf fyrir. Þau eru einnig hlaðin hollri fitu sem hjálpar til við að halda sultinum fjarri. Þau innihalda einnig næringarefni á borð við D-vítamín, B12-vítamín og kólín.
Þegar kemur að verði og næringargildi, þá er erfitt að finna eitthvað betra en egg. Þú færð fullt af hollustu fyrir lítinn pening miðað við að kaupa steik eða kjúkling.
En hversu mörg egg er hægt að borða án þess að það verði óhollt?
Á tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessar aldar, voru eggjahvítuomelettur mjög vinsælar því margir töldu að hið mikla kólestrólmagn í eggjarauðunum væri slæmt fyrir hjartað. En nýrri rannsóknir hafa endurvakið traust á eggjarauðunni og sýnt fram á kosti hinna mörgu næringarefna sem eru í henni.
Niðurstöður nýrra rannsókna, sem hafa meðal annars verið birtar í vísindaritinu Journal of the American Medical Association, benda á hugsanleg tengsl á milli mikils kólestróls úr mat og aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
En þegar kemur að spurningunni um hversu mörg egg er óhætt að borða á dag, án þess að það verði óhollt, er nærtækast að líta á niðurstöður rannsóknar sem Luke Laffin, hjartalæknir, og Maxine Smith, næringarfræðingur, gerðu. Megin niðurstaðan er að þetta velti á lífsstíl fólks og heilsufari.
Fyrir heilbrigða karla sem hreyfa sig, þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Þeir geta óhræddir borðað egg.
Fyrir fólk með hjartasjúkdóma, þá er staðan önnur. Það ætti að takmarka eggjaneyslu sína við þrjú til fjögur egg á viku.
Smith benti á að allt snúist þetta um jafnvægi. Það sé mikilvægt að horfa á mataræðið í heild sinni, ekki bara eggjaneysluna.