fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Málverk í litlu húsi í Pompei vekja mikla undrun og lukku

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:30

Ein af myndunum. Mynd:Pompeii Archeological Park

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggskreytingarnar í litlu húsi í Pompei líkjast einna helst einhverju sem maður sér á heimilum efnafólks. Kynjaverur af ýmsum toga sem stunda kynlíf. Þetta eru mótífin á fjölda ævafornra málverka sem fundust í þessu litla húsi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að fornleifafræðingar hafi fundið myndirnar í litlu og skreyttu húsi sem er nefnt eftir Faidra, sem er prinsessa frá Krít í grísku goðafræðinni.

Ólíkt öðrum húsum í Pompei, sem grófust undir ösku árið 79 þegar gaus í Vesúvíusi, var þetta litla hús ekki byggt í kringum hið hefðbundna rómverska miðrými.

Ein af myndunum. Mynd:Pompeii Archeological Park

 

 

 

 

 

 

Húsið lætur ekki mikið yfir sér, stærðarlega séð, en inni í því eru veggskreytingar sem reikna má með að séu einna helst að finna í stórum húsum efnafólks.

Það var ekki óalgengt að svona djarfar myndir væru á almannafæri í Pompei því íbúunum fannst ekkert athugavert við myndefni af þessu tagi. Fleiri erótískar myndir hafa fundist þar, þar á meðal stytta sem sýnir ástarleiki karlmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?