fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 16:30

Kamberlyn hér til hægri með móður sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán ára menntaskólastúlka liggur á spítala með nýrnabilun eftir að hafa fengið svæsna matareitrun á McDonalds. Stúlkan, Kamberlyn Bowler, er í hópi þeirra 90 sem veiktust eftir að hafa borðað Quarter Pounder-hamborgara á skyndibitakeðjunni.

Um var að ræða E. coli-sýkingar sem geta verið erfiðar viðureignar eins og fjallað hefur verið um hér á landi síðustu daga.

Alls hafa 27 manns þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingarinnar vestan hafs en talið er að hana megi rekja til lauks sem notaður er á fyrrnefnda Quarter Pounder-hamborgara. Í Mesa-sýslu þar sem Kamberlyn er búsett hafa ellefu veikst og einn látist af völdum matareitrunarinnar.

Í frétt AP kemur fram að Kamberlyn hafi verið í svokallaðri nýrnaskiljunarvél í tíu daga vegna alvarlegrar nýrnabilunar.

Hún borðaði þrisvar á McDonald‘s á tímabilinu 27. september til 8. sktóber en í öll skiptin pantaði hún sér Quarter Pounder með osti, auka gúrkum og lauk. Sagði hún að auðvelt hafi verið að grípa borgarana með sér til að borða á milli þess sem hún horfði á íþróttakappleiki hjá skólaliðinu sínu.

Fljótlega eftir 8. Október fór að bera á veikindum; hita, uppköstum, niðurgangi og sársaukafullum magakrömpum. „Ég komst ekki fram úr rúminu. Ég gat ekki borðað, gat ekki drukkið,“ segir hún.

Móðir hennar segist í fyrstu hafa talið að um svæsna flensu eða magakveisu væri að ræða en þegar Kamberlyn tilkynnti henni að blóð væri í hægðunum og í uppköstunum hafi henni ætt að lítast á blikuna.

Þann 11. Október leitaði hún fyrst til læknis en læknar töldu að hún væri bara með magakveisu. Ekki batnaði henni og þann 17. Október fór hún aftur á bráðamóttökuna og á þeim tímapunkti kom í ljós að nýrun voru byrjuð að gefa sig.

Ljóst er að langt bataferli er fram undan hjá Kamberlyn og segist móðir hennar ekki útiloka að farið verði í mál við McDonald’s vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 5 dögum

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa