Andrea Lo Rosso getur því orðið nánast milljarðamæringur á íslenskan mælikvarða ef hann selur málverkið. BBC skýrir frá þessu.
Faðir hans fann málverkið fyrir 60 árum í yfirgefnu húsi. Hann spáði ekki neitt sérstaklega í því en tók málverkið til handargagns og gaf konunni sinni.
Hún var ekkert sérstaklega hrifin af því en hengdi það samt upp heima hjá þeim og síðar á veitingastað fjölskyldunnar.
En þau veittu því ekki neina athygli að í efra vinstra horninu stóð „Picasso“.
Lo Rosso hefur barist fyrir því árum saman að fá staðfest að málverkið sé eftir Picasso og það tókst að lokum. Er það metið á sem svarar til um 900 milljóna íslenskra króna.