fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 07:30

Hér sést kafbáturinn við bryggju í mars síðastliðnum. Mynd:Maxar Technologies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor sökk nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja í höfn nærri Wuhan. Kínverski herinn hefur reynt að leyna þessu að sögn bandarískra embættismanna.

CNN skýrir frá þessu og segir að kafbáturinn, sem er sá fyrsti af nýrri gerð Zhou-kafbáta, sem er verið að smíða í skipasmíðastöð nærri Wuhan. Kafbátar af þessari gerð eru með áberandi X-laga skut sem á að bæta siglingahæfi þeirra neðansjávar.

Gervihnattarmynd frá 10. mars, sem var tekin af Maxar Technologies, sýnri kafbátinn í höfninni. Aðrar myndir frá Maxar frá því í júní, sýna að kafbáturinn er ekki í höfn.

„Það er engin furða að kínverski herinn reyni að leyna þeirri staðreynd að fyrsti nýi kjarnorkuknúni kafbáturinn þeirra hafi sokkið í höfninni,“ hefur CNN eftir bandarískum embættismanni.

Tom Shugart, hjá the Center for a New American Security, tók fyrstur eftir óvenjulegum umsvifum í skipasmíðastöðinni þegar hann var að skoða gervihnattarmyndir.

„Ég hef aldrei séð svona marga krana á sama staðnum. Ef maður bakkar og skoðar eldri myndir, þá sér maður einn krana en ekki marga á sama staðnum,“ sagði hann í samtali við CNN.

„Venjulega er kafbátar, eftir að þeir eru sjósettir, í skipasmíðastöðinni í marga mánuði á meðan verið  er að setja útbúnað í þá. En hann var ekki lengur þarna,“ sagði hann.

Ekki er vitað hvort búið var að setja kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátinn áður en hann sökk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi