fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Leyfar af kókaíni fundust á fjórum af átta salernum sænska þingsins

Pressan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn sem sænska blaðið Aftonbladet gerði í sænska þinghúsinu á dögunum leiðir í ljós að einhver eða einhverjir þar innan húss virðast gefnir fyrir kókaín, eða flösu djöfulsins eins og það er stundum kallað.

Blaðamaður Aftonbladet, Lisa Horn, gerði rannsókn á salernum þinghússins og notaði þar til gerðan klút sem breytir um lit þegar snefilefni af kókaíni komast í snertingu við hann.

Er skemmst frá því að segja að leyfar af kókaíni fundust á fjórum af átta salernum þinghússins, þar á meðal salernum sem þingmenn Frjálslynda flokksins, Svíþjóðardemókrata, Jafnaðarmannaflokksins og Vinstriflokksins hafa aðgang að.

Í umfjöllun Aftonbladet kemur fram að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart enda sé kókaín mjög útbreitt í sænsku samfélagi. Óvarlegt sé samt að halda því fram að margir þingmenn noti kókaín að staðaldri enda þinghúsið stór vinnustaður.

Niðurstöðurnar veki þó vissulega ákveðnar spurningar, enda gríðarlega ströng öryggisgæsla í þinghúsinu.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð í morgun. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins,  sagði málið litið alvarlegum augum.

Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að sænska þinghúsið sé vinnustaður og mikilvægt að eiturlyfja sé ekki neytt þar. Þingið setji lögin í landinu og það gangi ekki að þar innandyra sé fíkniefna neytt.

Mharrem Demirok, formaður Miðflokksins, tekur niðurstöðurnar alvarlega og segir að lögregla þurfi að ákveða hvort og þá hvernig eigi að bregðast við. „Fíkniefni eru augljóslega stórt vandamál. Við vitum að þau fjármagna glæpasamtök í landinu og eru hluti af vandamálinu sem hefur skapast vegna tíðra skotárása að undanförnu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?