Þessi hörmulegi atburður átti sér stað í Bronx í New York þann 15. september. Nú síðast var 38 ára karlmaður, sem er kallaður „El Gallo“, handtekinn. Hann er talinn tengjast skipulögðum viðskiptum með fíkniefni, þar á meðal á fentanýli. Talið er að drengurinn hafi látist af völdum eitrunar af völdum fentanýls.
„El Gallo“ er sagður hafa selt mikið magn af fentanýli sem hafi verið pakkað og geymt í íbúðinni þar sem drengurinn var í gæslu.
Áður en drengurinn lést, sýndu hann og þrjú önnur börn einkenni þess að þau hefðu komist í snertingu við fentanýl.
Fentanýl er ópíóíðaefni sem minnir á morfín en er 50 til 100 sinnum sterkara.
Talið er að börnin hafi komist í snertingu við efnið þegar þau sváfu á mottum sem efnið hafi verið á.
Við leit í húsnæðinu fannst eitt kíló af fentanýli.
Auk „El Gallo“ er dagmmman í haldi lögreglunnar og leigjandi í sömu byggingu og daggæslan er í. Lögreglan leitar nú að eiginmanni dagmömmunnar vegna málsins.