fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þrennt handtekið vegna andláts eins árs drengs

Pressan
Þriðjudaginn 26. september 2023 09:00

Fentanýl var geymt undir gólffjölum. Mynd:NYPD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrennt hefur verið handtekið vegna rannsóknar á andláti eins árs drengs. Drengurinn lést þegar hann var hjá dagmömmu.

Þessi hörmulegi atburður átti sér stað í Bronx í New York þann 15. september. Nú síðast var 38 ára karlmaður, sem er kallaður „El Gallo“, handtekinn. Hann er talinn tengjast skipulögðum viðskiptum með fíkniefni, þar á meðal á fentanýli. Talið er að drengurinn hafi látist af völdum eitrunar af völdum fentanýls.

„El Gallo“ er sagður hafa selt mikið magn af fentanýli sem hafi verið pakkað og geymt í íbúðinni þar sem drengurinn var í gæslu.

Áður en drengurinn lést, sýndu hann og þrjú önnur börn einkenni þess að þau hefðu komist í snertingu við fentanýl.

Fentanýl er ópíóíðaefni sem minnir á morfín en er 50 til 100 sinnum sterkara.

Talið er að börnin hafi komist í snertingu við efnið þegar þau sváfu á mottum sem efnið hafi verið á.

Við leit í húsnæðinu fannst eitt kíló af fentanýli.

Auk „El Gallo“ er dagmmman í haldi lögreglunnar og leigjandi í sömu byggingu og daggæslan er í. Lögreglan leitar nú að eiginmanni dagmömmunnar vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum