fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Græddu erfðabreytt svínshjarta í 58 ára karlmann – „Eina von mín er að fá svínshjarta“

Pressan
Mánudaginn 25. september 2023 08:00

Lawrence Faucette. Mynd:University of Maryland School of Medicine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var stórt skref stigið varðandi ígræðslur líffæra úr dýrum í fólk. Þá var erfðabreytt svínshjarta grætt í hinn 58 ára Lawrence Faucette. Þetta var í annað sinn sem svínshjarta var grætt í manneskju. Hjartar starfar vel og „án aðstoðar tækja“.

Áður hafði svínshjarta verið grætt í heiladautt fólk í Bandaríkjunum en aðeins einu sinni áður í manneskju sem ekki var heiladauð.

Ígræðslan var framkvæmd á háskólasjúkrahúsinu Maryland háskólans í Baltimore. Það var einmitt þar sem fyrsta aðgerðin af þessu tagi var gerð.

Á síðasta ári lést David Bennett, 57 ára, eftir að svínshjarta var grætt í hann. Að sögn talsmanna sjúkrahússins voru það nokkrir þættir sem gerðu að verkum að hann lést. Meðal annars slæmt heilsufar hans áður en ígræðslan fór fram.

Lawrence Faucette átti ekki rétt á að fá mannshjarta grætt í sig því biðlistinn eftir mannshjarta er svo langur og læknar mátu það sem svo að það væru mjög litlar líkur á að nýtt hjarta myndi virka í Faucette. Án nýs hjarta, blasti fátt annað við honum en dauðinn.

„Eina von mín er að fá svínshjarta. Nú hef ég að minnsta kosti von og ég á möguleika,“ sagði Faucette áður en hann var svæfður fyrir aðgerðina.

Skortur á líffærum er mikið vandamál í Bandaríkjunum en rúmlega 100.000 manns eru á biðlista eftir líffæraígræðslu.

TV2 segir að sérfræðingar segi að ígræðsla líffæra úr dýrum geti verið hluti af lausninni á þessum vanda en þetta er erfitt í framkvæmd því yfirleitt hafnar mannslíkaminn ígræddum líffærum og reynir í sumum tilfellum að skemma þau.

Vísindamenn reyna nú að komast fram hjá þessu vandamáli með því að nota erfðabreytt svín og lyf sem eiga að koma í veg fyrir að líkaminn hafni og skemmi ígrætt hjarta. Aðferðin hefur verið prófuð á heiladauðum sjúklingum í New York síðustu ár. Fyrr í mánuðinum var met sett þegar heiladauður sjúklingur lifði í 61 dag með erfðabreytt svínshjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm