Ástæðan er að það er orðið erfitt fyrir framleiðendur appelsínusafa að verða sér úti um nægilega mikið af appelsínum.
Mark Hemmingsen, forstjóri Rynkeby Foods, sagði í samtali við Fødewarewatch að sjúkdómar og uppskerubrestur geri að verkum að framboðið á heimsmarkaði sé langt undir því sem venja er.
Það gæti því orðið harður slagur um appelsínusafa í verslunum á næstu mánuðum og hann verður væntanlega dýrari.