fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fuglaflensa varð selum að bana

Pressan
Föstudaginn 15. september 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst fundust margir selir dauðir við Avnø á Sjálandi í Danmörku. Dýralæknar frá Kaupmannahafnarháskóla fóru á vettvang og tóku sýni úr dýrunum. Rannsóknir á þeim leiddu í ljós að fuglaflensa varð þeim að bana.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni. Fram kemur að það hafi verið fuglaflensan H5N1 sem varð dýrunum líklega að bana en veiran greindist í hræjunum.

Dýrin fundust í fjöruborðinu og er talið að þau hafi ekki drepist löngu áður en þau fundust. Á ströndinni var einnig fjöldi dauðra svana en þeir höfðu legið þar lengi og af mörgum voru aðeins fjaðrir og bein eftir. Sýni var tekið úr einum þeirra og reyndist hann vera með H5N1.

Nú er verið að rannaska hvort það sé sama veiran sem var í fuglinum og selunum.

Allt frá 2020 hefur fuglaflensa drepið mikinn fjölda villtra fugla um allan heim sem og alifugla.

Fuglaflensa getur borist í fólk en það er afar sjaldgæft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum