Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni. Fram kemur að það hafi verið fuglaflensan H5N1 sem varð dýrunum líklega að bana en veiran greindist í hræjunum.
Dýrin fundust í fjöruborðinu og er talið að þau hafi ekki drepist löngu áður en þau fundust. Á ströndinni var einnig fjöldi dauðra svana en þeir höfðu legið þar lengi og af mörgum voru aðeins fjaðrir og bein eftir. Sýni var tekið úr einum þeirra og reyndist hann vera með H5N1.
Nú er verið að rannaska hvort það sé sama veiran sem var í fuglinum og selunum.
Allt frá 2020 hefur fuglaflensa drepið mikinn fjölda villtra fugla um allan heim sem og alifugla.
Fuglaflensa getur borist í fólk en það er afar sjaldgæft.