Nauðgunin átti sér stað á Sjálandi í júlí 2020 og var maðurinn sofandi þegar þetta gerðist. Af þeirri ástæðu var hann dæmdur til að sæta viðeigandi meðferð.
Hann neitar sök og tók sér umhugsunartíma um hvort hann áfrýjar dómnum.
TV2 segir að fyrir 10 árum hafi karlmaður á fertugsaldri verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot af því að hann þjáðist af sjaldgæfum svefnsjúkdómi. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samfararhreyfingar í frammi við 17 ára stúlku á sama tíma og hann þuklaði á innanverðu læri annarrar 17 ára stúlku.
Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um meðvitaða hegðun að ræða því maðurinn hafi verið sofandi þegar þetta gerðist.