Eigandi hunds sem týndist fyrir þremur vikum á Hartsfield-Jackson Atlanta International flugvellinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir síðustu vikur hafa verið hreina martröð.
Paula Rodriquez flaug þann 18. Ááúst frá Dominíkanska lýðveldinu, þar sem hún er búsett, til Kaliforníu, þar sem hún ætlaði að eiga tveggja vikna frí. Með í för var tíkin hennar, Maia, sem er sex ára. Rodriquez var ekki með beint flug og þurfti því að skipta um vél á Atlanta, sem er einn af stærri og fjölmennustu flugvöllum Bandaríkjanna, á leið heinnar til San Francisco.
Á Atlanta var Rodriguez sagt að hún uppfyllti ekki kröfur ferðamanna visa sem hún var með og þyrfti því að taka næstu vél aftur heim. Það sem starfsmenn flugvallarins áttuðu sitt ekki á var að sú vél flaug ekki fyrr en degi síðar og því mátti Rodriquez dúsa sólarhring á flugvellinum í einangrun án hundsins síns.
Þegar Rodriquez var að stíga um borð í vélina aftur heim var henni greint frá því að hundurinn hennar fyndist hvergi og varð hún því að fara heim án Maiu.
„Allir sem þekkja mig vita hvað Maia skiptir mig miklu máli. Ég fer ekkert án hennar. Hún er svo vel uppalin að ég tek hana með mér á veitingastaði, hvert sem er. Hún er félagi minn í einu og öllu,“ segir Rodriquez, en hún taldi að hundurinn hefði náð að sleppa úr búrinu sínu meðan Rodriquez var í yfirheyrslu hjá landamæraeftirlitinu.
Flugfélagið bauð Rodriquez 1800 dali í bætur fyrir að hafa tapað hundinum.
Á sunnudag fannst hundurinn hins vegar á vellinum þar sem hann hafði fundið sér felustað nálægt farangursþjónustunni. „Þreytt en við góða heilsu og var farið með hundinn til dýralæknis og standa vonir til að hún geti farið heim fljótlega,“ segir í færslu frá flugvellinum á Twitter.
Maia, the dog who escaped onto the airfield at the world’s busiest airport, was recovered on September 9. ATL’s Operations team found her hiding near the North Cargo facilities. Tired but in apparent good health, she was transported to a vet and is expected to return home soon. pic.twitter.com/eNbM6us1BW
— Atlanta Airport (@ATLairport) September 10, 2023
Daniela systir Rodriquez hafði sett upp söfnun á GoFundMe til að aðstoða systur sína við leit að hundinum, sagði hún þar að systir hennar væri svefnlaus, uppfull af kvíða og lystarlaus vegna hvarfs Maiu. „Ég vil ekki að henni versni. Þess vegna leitum við til þeirra þúsunda sem hafa sýnt okkur stuðning síðan sagan um þær kom í fréttum. Maia og Paula þurfa á von að halda, við þurfum það öll. Vonandi sameinast þær fljótlega.“
Rodriquez var hæstánægð með að elskulegur hundur hennar væri fundinn og deildi gleðitíðindunum á Instagram á sunnudag: „““Maiaaaaaaa er að koma heim.“