Það var á akri nærri Stavanger sem maðurinn, Erlend Bore, fann þessa merku muni í ágúst. „Í fyrstu hélt ég að þetta væru súkkulaðimedalíur,“ sagði hann og bætti við að þetta hafi verið algjörlega óraunveruleg upplifun.
Fornleifafræðingar segja að medalíurnar geri fundinn algjörlega einstakan. Ástæðan er hönnun þeirra en á henni sjást hestar úr norrænni goðafræði.
Ole Madsen, safnstjóri fornleifasafnsins í Stavanger, sparaði ekki stóru orðin og sagði þetta gullfund aldarinnar í Noregi.