fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

„Dáinn“ þýskur auðjöfur er hugsanlega á lífi – Talinn hafa sést í Rússlandi

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 06:44

Karl-Erivan Haub. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl-Erivan Haub, þáverandi forstjóri Tengelmann, hvarf sporlaust þegar hann var í skíðaferð í Zermatt í Sviss 2018. Þrátt fyrir margra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum.

2021 úrskurðaði dómstóll í Köln hann látinn en kannski er hann ekki dáinn. Stern segir að að hann hafi sést í Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Stern segist einnig vera með upptökur eftirlitsmyndavéla frá 2021 þar sem Haub sést í Moskvu. Blaðið fékk upptökurnar frá aðila sem hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB.

Blick segir að samkvæmt rannsókn, sem var gerð með ákveðnum hugbúnaði, þá séu 90% líkur á að maðurinn á upptöku eftirlitsmyndavélanna sé Haub. En ekki er hægt að útiloka að upptökurnar séu falsaðar.

Saksóknarar í Köln hafa fengið gögn málsins send og íhuga nú að sögn að fara fram á að dánarúrskurðurinn verði felldur úr gildi.

Árum saman var orðrómur á kreiki um tengsl Haub við Rússland og rússneskar leyniþjónustustofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum