fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Hvað orsakar deja-vu?

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 22:00

Ætli hún hafi verið að upplifa deja-vu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú einhvern tímann fengið á tilfinninguna að þú hafir upplifað eitthvað áður en um leið verið viss um að þetta væri í fyrsta sinn sem þú upplifðir þetta? Ef svo er, þá er næstum örugglega um dejavu að ræða.

Dejavu, sem er franska og þýðir „hef séð þetta áður“ er tilfinningin um að maður hafi upplifað ákveðnar aðstæður áður þrátt fyrir að hafa aldrei áður lent í þeim.

Tilfinningin getur verið ansi ruglandi en hún er ansi algeng. Allt að tveir þriðju hlutar allra upplifa dejavu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

En af hverju upplifum við dejavu?

Ýmsar kenningar eru á lofti um ástæðuna.

Ein þeirra er að þetta sé vegna þess að heilinn vinni hægar úr upplýsingum en skilningarvit okkar nema þær. Þetta gæti haft í för með sér að heilinn telji ákveðnar aðstæður vera „nýjar“ oftar en einu sinni þegar hann reynir að sækja þær upplýsingar sem skilningarvit okkar hafa þegar skráð.

Önnur kenning er að dejavu megi rekja til minninga úr fyrra lífi eða úr samhliða heimum en þetta er auðvitað bara kenning byggð á vangaveltum einum saman og engar vísindalegar sannanir hafa komið fram sem styðja hana.

Þriðja kenningin er að dejavu eigi sér stað þegar heilinn ber kennsl á aðstæður sem hann hefur skráð úr draumi eða einhverju öðru sem hann man eftir.

Þegar upp er staðið þá vitum við ekki hvað veldur dejavu en þetta er algeng upplifun fólks og kemur oft á óvart.

Þetta er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og þetta varir yfirleitt bara í örfáar sekúndur.

Það er því kannski best að túlka dejavu, þegar þú upplifir slíkt næst, sem áhugaverða en meinlausa heilastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk flykkist að kraftaverkinu í Missouri – Nunna dó fyrir fjórum árum en líkaminn rotnar ekki

Fólk flykkist að kraftaverkinu í Missouri – Nunna dó fyrir fjórum árum en líkaminn rotnar ekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nútímamenn eiga hugsanlega ættir að rekja til tveggja óskyldra tegunda manna sem mökuðust árþúsundum saman

Nútímamenn eiga hugsanlega ættir að rekja til tveggja óskyldra tegunda manna sem mökuðust árþúsundum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Af hverjum veikjumst við þegar við eigum frí?

Af hverjum veikjumst við þegar við eigum frí?