Þetta eru skilaboðin sem fjöldi lögreglumanna í Assam á Indlandi hefur fengið að sögn BBC.
Lögreglumennirnir verða vigtaðir í ágúst og ef BMI líkamsþyngdarstuðull þeirra sýnir að þeir séu í ofþyngd þá fá þeir frest þar í nóvember til að léttast. Að öðrum kosti verða þeir að láta af störfum. Þeir sem ekki ná að létta sig verða úrskurðaðir „of þungir“ og verða leystir frá störfum af heilsufarsástæðum.
GP Singh, lögreglustjóri, sagði að þetta snúist um að „losna við þá dauðþreyttu úr lögreglunni“. Fyrir nokkrum vikum vorum 300 lögreglumenn reknir af því að þeir neyttu of mikils áfengis eða voru úrskurðaðir „óhæfir líkamlega“.