fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

65 konur fengu notaða smokka í pósti – „Markviss árás“

Pressan
Föstudaginn 19. maí 2023 06:53

Konurnar fengu notaða smokka í pósti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa að minnsta kosti 65 konur fengið bréf í pósti sem í var handskrifaður miði og notaður smokkur.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Melbourne í Ástralíu segir að verið sé að rannsaka málið og að talið sé að það sé ekki tilviljun hvaða konur fengu svona undarlega sendingu.

„Lögreglan telur að fórnarlömbin tengist og að þetta sé markviss árás,“ segir í tilkynningunni.

Konurnar virðast allar hafa gengið í sama kaþólska stúlknaskólann 1999. Lögreglan segir að margar þeirra hafi fengið meira en eitt bréf með notuðum smokki.

Lögreglan fékk fyrst veður af málinu í mars og nýjasta bréfið barst á mánudaginn.

Herald Sun segir að konurnar gruni að sendandinn hafi fundið nöfn þeirra í gamalli árbók skólans.

The Guardian segir að innihald bréfanna sé „myndrænt“. Ein konan sagði að bréfið hafi verið óhugnanlegt og hafi komið illa við hana og að hún hafi átt erfitt með svefn eftir að hafa fengið það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku