fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Taldi að einkennin væru afleiðing mikillar kaffidrykkju – Síðan kom læknirinn með skelfilegar fréttir

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 06:51

Kaffið var saklaust af þessu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Steve Biggin, 51 árs, fór skyndilega að fá undarleg köst og óútskýranlega höfuðverk hélt hann í fyrstu að þetta væri afleiðing of mikillar kaffidrykkju.

Hann fór til læknis sem gerði ýmsar rannsóknir á honum og flutti honum síðan skelfilegar fréttir. Steve var með heilaæxli.

Hann byrjaði að upplifa undarlega hluti í september 2021. Honum fannst þá eins og hann yfirgæfi líkama sinn. Síðar komst hann að því að þetta voru einhverskonar köst sem hann fékk. Eftir að hafa upplifað þau næstu tvo mánuði greindist hann með heilaæxli.

Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð og lyfjameðferð. Sem betur fer skilaði þetta góðum árangri og hefur hann nú jafnað sig. Hann ætlar að fagna sigrinum á æxlinu með því að hjóla mörg hundruð kílómetra í sumar.

Steve telur að hjólreiðar, hann hjólar daglega, hafi hjálpað honum við að styrkjast og til að jafna sig eftir að æxlið var fjarlægt.

Hann hyggst hjóla í skosku hálöndunum í sumar sem og á milli Morecambe og Scarborough til að „sanna“ fyrir sjálfum sér að hann geti það. „Hjólreiðar hjálpuðu mér í gegnum erfiðasta tímann og ég held að það hafi hjálpað mér að jafna mig eftir aðgerðina, bæði tilfinningalega og líkamlega. Ég vil sanna fyrir sjálfum mér, að eftir allt sem ég gekk í gegnum, geti gert þetta,“ sagði Steve.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Í gær

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði