fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Amma og afi Emilie Meng tjá sig um nýjustu vendingar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það myndi skipta fjölskyldu Emilie Meng gríðarlega miklu máli ef morðingi hennar verður dæmdur í fangelsi.

Þetta segja amma og afi stúlkunnar en danska lögreglan greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að 32 ára karlmaður, sem nam hina 14 ára gömlu Filippu á brott fyrr í þessum mánuði, hefði verið kærður fyrir morðið á Emilie árið 2016.

Emilie var 17 ára þegar hún hvarf sporlaust þann 10. júlí 2016. Hálfu ári síðar fannst lík hennar í vatni við Borup. Strax eftir ránið á Filippu fór lögregla að kanna hvort einhver tengsl væru á milli þessara tveggja mála og virðist lögreglan nú vera komin með sterkar sannanir fyrir því að svo sé.

Amma og afi Emilie tjáðu sig um nýjustu vendingar í samtali við TV2 í morgun. Amma Emilie, hin 77 ára gamla Lone Meng, og afi hennar, hinn 79 ára gamli Per Meng, segjast hafa fengið fréttirnar af kærunni á sama tíma og danska þjóðin í morgun – á blaðamannafundi lögreglu.

Undanfarin sjö ár hafa reynst aðstandendum Emilie erfið og segja Lone og Per að það hafi verið algjör martröð að vita til þess að morðinginn gengi laus. Líkja þau því við að hafa opið sár sem ekki grær.

Lone og Per segjast meðvituð um að málinu sé ekki lokið þó stórt skref hafi verið tekið í morgun.

„Það er ekkert öruggt fyrr en dómur liggur fyrir,“ segir Per.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?