fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð – Skar hjartað úr og eldaði

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 21:00

Lawrence Paul Anderson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Lawrence Paul Anderson, 44 ára, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þrjú morð, líkamsárás og árás með banvænu vopni. Hann á ekki möguleika á reynslulausn.

People segir að hann hafi verið fundinn sekur um að hafa myrt frænda sinn, 4 ára barnabarn frændans og nágrannakonu. Þegar hann hafði myrt konuna skar hann hjarta hennar úr henni og eldaði.

Anderson játaði að hafa banað fólkinu þann 9. febrúar 2021, eða þar um bil, í Chickasha í Oklahoma að sögn NBC News.

Hann játaði einnig að hafa slasað frænku sína en hún rófubeins- og rifbeinsbrotnaði og missti annað augað í árás hans.

Konan, sem hann myrti, var nágranni ættingja hans. Hann braust inn til hennar og myrti með 40 hnífsstungum. Fjarlægði síðan annað auga hennar, maga og hjarta að sögn The Oklahoman. Hann fór síðan með hjartað heim til frænku sinnar og frænda og sauð það þar með kartöflum. Hann ætlaði síðan að gefa ættingjum sínum þetta að borða til að sleppa djöflum lausum.

Eftir að hann hafði reynt að bera þetta á borð fyrir þau réðst hann á þau og banaði frænda sínum og barnabarni hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vestrænt mataræði talið geta átt þátt í þróun Alzheimers

Vestrænt mataræði talið geta átt þátt í þróun Alzheimers
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu 62 ný tungl á braut um Satúrnus

Uppgötvuðu 62 ný tungl á braut um Satúrnus
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hetjudáð 13 ára drengs – Bjargaði systur sinni úr klóm mannræningja

Hetjudáð 13 ára drengs – Bjargaði systur sinni úr klóm mannræningja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hneykslismál skekur Þýskaland – Læknir lét ræstitækni aðstoða sig við aflimun

Hneykslismál skekur Þýskaland – Læknir lét ræstitækni aðstoða sig við aflimun
Pressan
Fyrir 1 viku

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 1 viku

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar