fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Gaf son sinn til ættleiðingar – 35 árum síðar fékk hún ótrúleg skilaboð á Facebook

Pressan
Sunnudaginn 26. mars 2023 22:00

Mæðginin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Strawn var gefinn til ættleiðingar skömmu eftir að hann fæddist. Þegar hann komst á fullorðinsár fór hann að reyna að finna líffræðilega móður sína. Þetta verkefni reyndist erfiðara en hann átti von á því ættleiðingarskjöl hans eyðilögðust í flóðum fyrir löngu síðan.

En dag uppgötvaði eiginkona hans að ættleiðingaryfirvöld í Pennsylvania í Bandaríkjunum, þar sem þau búa, höfðu breytt reglum sínum og það þýddi að nú gat hann farið fram á að fá fæðingarvottorð sitt.

Hann óskaði eftir að fá fæðingarvottorðið og fékk það skömmu síðar. Á því stóð að móðir hans héti Stacey Faix. Það fyrsta sem hann gerði eftir að hafa lesið þetta var að leita að nafni hennar á Facebook, og viti menn, hann fann konu með þessu nafni.

Eftir að hafa safnað kjarki sendi hann skilaboð til hennar og spurði hvort hún hefði gefið dreng til ættleiðingar 1982. Svarið var „já“. Þá skrifaði Strawn til baka og sagði: „Ég held að þú sért líffræðileg móðir mín.“

Þau héldu áfram að skrifast á og komust að því að þau bjuggu því miður langt frá hvort öðru. Strawn komst síðan að því að þau voru bæði meðlimir í samtökunum Team Red, White and Blue (RWB) sem styðja bandaríska uppgjafarhermenn. Strawn var sjálfur uppgjafahermaður og því félagi í samtökunum.

Nokkrum vikum eftir að Strawn komst í samband við móður sína stóð RWB fyrir maraþonhlaup og ætlaði hún að taka þátt í því. Strawn ákvað því að fara og koma móður sinni á óvart þegar hún tæki þátt. Allt var þetta tekið upp á myndband, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Skömmu áður en hlaupið hófst fékk Strawn einhvern til að afhenda Stacey bréf þar sem stóð: „Það eru 13.075 dagar síðan þú sást mig síðast. Ég vil ekki að það bætist enn einn dagur við þann tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum